Innlent

Hringt í 112 aðra hverja mínútu

Brjánn Jónasson skrifar
Um 150 þúsund símtöl sem flokkast undir neyðar- eða lögreglusímtöl berast Neyðarlínunni árlega.
Um 150 þúsund símtöl sem flokkast undir neyðar- eða lögreglusímtöl berast Neyðarlínunni árlega. Fréttablaðið/Valli
Neyðarlínan fær tæplega 300 þúsund símtöl á hverju ári, sem jafngildir því að símtal berist í símanúmerið 112 aðra hverja mínútu á hverjum einasta sólarhring ársins.

Um helmingur símtalanna eru símtöl sem flokkast undir neyðar- eða lögreglusímtöl, að því er fram kemur í svari Neyðarlínunnar við fyrirspurn á vefnum spyr.is.

Um 80 þúsund símtöl séu rofin innan fimm sekúndna frá því byrjað er að hringja, samkvæmt umfjöllun spyr.is. Talsvert er um það að sama fólkið hringi ítrekað, til dæmis einmanna fólk, en því er yfirleitt bent á hjálparsíma Rauða krossins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×