Berrassaðir pabbar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. desember 2013 09:46 Pabbar á Stokkseyri kalla ekki allt ömmu sína því þeir hafa berháttað sig á nokkrum myndum, sem prýða nýtt dagatal ungmennafélagsins á staðnum. Ástæðan er sú að þeir eru að safna peningum fyrir nýjum stökkhesti fyrir fimleikadeild ungmennafélags Stokkseyrar. Dagatalið selst eins og heitar lummur. Á Stokkseyri er rekin öflug fimleikadeild en það sem háir deildinni eru ný og góð fimleikaáhöld. Af þeirri ástæðu brá Ungmennafélag Stokkseyrar á það ráð að hóa saman öllum liðtækum karlmönnum í þorpinu og fá þá til að sitja fyrir á myndum í litlum og jafnvel engum klæðum á dagatali, sem ungmennafélagið var að gefa út fyrir árið 2014. „Hugmyndin kviknaði bara í eldhúsinu heima. Við vorum að velta því fyrir okkur hvað við gætum gert til að styrkja þessa krakka og ungmennafélagið. Þá kom þessi hugmynd upp og stuttu seinna var hún komin í framkvæmd. Það tók ótrúlegan stuttan tíma að fá menn til að bera sig fyrir gott málefni.“Og voru allir til í þetta?„Já, það var bara eitt orð. Klukkan tíu á kvöldi þá var þetta ákveðið. Hálftíma siðar var búið að fullmanna þetta með myndatökumanni og öllu saman.“ Farið var víða til að mynda en fyrst og fremst var notast við náttúruna við Stokkseyri og nokkrar myndir voru teknar á bátnum Hásteini. „Og þarna sjást berir rassar og jafnvel eitthvað meira. Já, fólk sér það kannski betur þegar það rennir yfir dagatalið. Það er fátt sem stoppar þarna. Eins og sést kannski á einhverjum myndunum eru þessi tæki sem þau eru að nota hérna ekki upp á marga fiska og það er engin vanþörf á því að fara að endurnýja þau.“ Íbúar á Stokkseyri segjast vera orðnir mjög þreyttir á fréttaflutningi á svokölluðu Stokkseyramáli og vilja breyta ímynd þorpsins, m.a. með útgáfu dagatalsins. „Við lentum í því að fá leiðindamál kennt við Stokkseyri, sem okkur finnst frekar ósanngjarnt. Við vildum einmitt líka benda á það að hér er mjög margt jákvætt að gerast, það er mikil samheldni í þessu samfélagi og gott fólk sem býr hérna.“Hægt er að kaupa nýja dagatalið í gegnum Facebook síðu Ungmennafélags Stokkseyrar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Pabbar á Stokkseyri kalla ekki allt ömmu sína því þeir hafa berháttað sig á nokkrum myndum, sem prýða nýtt dagatal ungmennafélagsins á staðnum. Ástæðan er sú að þeir eru að safna peningum fyrir nýjum stökkhesti fyrir fimleikadeild ungmennafélags Stokkseyrar. Dagatalið selst eins og heitar lummur. Á Stokkseyri er rekin öflug fimleikadeild en það sem háir deildinni eru ný og góð fimleikaáhöld. Af þeirri ástæðu brá Ungmennafélag Stokkseyrar á það ráð að hóa saman öllum liðtækum karlmönnum í þorpinu og fá þá til að sitja fyrir á myndum í litlum og jafnvel engum klæðum á dagatali, sem ungmennafélagið var að gefa út fyrir árið 2014. „Hugmyndin kviknaði bara í eldhúsinu heima. Við vorum að velta því fyrir okkur hvað við gætum gert til að styrkja þessa krakka og ungmennafélagið. Þá kom þessi hugmynd upp og stuttu seinna var hún komin í framkvæmd. Það tók ótrúlegan stuttan tíma að fá menn til að bera sig fyrir gott málefni.“Og voru allir til í þetta?„Já, það var bara eitt orð. Klukkan tíu á kvöldi þá var þetta ákveðið. Hálftíma siðar var búið að fullmanna þetta með myndatökumanni og öllu saman.“ Farið var víða til að mynda en fyrst og fremst var notast við náttúruna við Stokkseyri og nokkrar myndir voru teknar á bátnum Hásteini. „Og þarna sjást berir rassar og jafnvel eitthvað meira. Já, fólk sér það kannski betur þegar það rennir yfir dagatalið. Það er fátt sem stoppar þarna. Eins og sést kannski á einhverjum myndunum eru þessi tæki sem þau eru að nota hérna ekki upp á marga fiska og það er engin vanþörf á því að fara að endurnýja þau.“ Íbúar á Stokkseyri segjast vera orðnir mjög þreyttir á fréttaflutningi á svokölluðu Stokkseyramáli og vilja breyta ímynd þorpsins, m.a. með útgáfu dagatalsins. „Við lentum í því að fá leiðindamál kennt við Stokkseyri, sem okkur finnst frekar ósanngjarnt. Við vildum einmitt líka benda á það að hér er mjög margt jákvætt að gerast, það er mikil samheldni í þessu samfélagi og gott fólk sem býr hérna.“Hægt er að kaupa nýja dagatalið í gegnum Facebook síðu Ungmennafélags Stokkseyrar
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira