Almannavarnadeild vekur athygli á stormviðvörun yfir hátíðirnar Stefán Árni Pálsson og Boði Logason skrifar 23. desember 2013 12:50 Áfram slæm veðurspá á landinu yfir jólin Veðurhorfur á landinu öllu eru enn slæmar, en lægðin sem gengur yfir landið gæti verið dýpsta lægð 21. aldarinnar. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður veðrið sérstaklega slæmt á Vestfjörðum og gætu snjóflóð fallið á vegi. Ekki er talinn hætta á að þau falli í byggð. Undir Vatnajökli gæti vindur í hviðum farið yfir 40 metra á sekúndu á aðfangadagskvöld og fram á jóladag. Fólk er því hvatt til að fara alls ekki veginn undir jöklinum. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu er ívið skárri en annarsstaðar á landinu en samt sem áður er útlit fyrir að töluverður vindur verði í Reykjavík yfir hátíðirnar. Töluverð úrkoma verður á höfuðborgarsvæðinu næstu dag.Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun frá Veðurstofu Íslands vegna norðanhvassviðris eða storms um jólahátíðina. Spáð er norðan hvassviðri eða -stormi (vindhraða 15-23 m/s) víða um land á morgun aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur Norður- og Austanlands og því ekkert ferðaveður á þeim slóðum. Dagana þar á eftir má búast við áframhaldandi norðaustanátt með éljum fyrir norðan og austan og er fólki bent á að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð áður en farið er að stað.Veðurhorfur næstu daga: Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum, suðvestan 5-10 S-til, en annars hæg breytileg átt. Slydda eða snjókoma með köflum, en þurrt að kalla SA-lands. Hvessir á NV-verðu landinu í dag, 18-25 m/s og snjókoma þar seinnipartinn. Mun hægari vindur og dálítil slydda eða snjókoma annars staðar, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vaxandi norðaustanátt á öllu landinu í kvöld og nótt, 15-25 á morgun og snjókoma eða él fyrir norðan, en þurrt að kalla syðra. Frost 1 til 5 stig til landsins, en víða frostlaust við ströndina. Vegagerðin vekur athygli á að vegna snjóflóðahættu má búast við að veginum um Ólafsfjarðarmúla verði lokað upp úr kl.15:00 í dag og óvíst er um hvort opnað verði aftur fyrr en eftir jól. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er opinn en ef veðurspá gengur eftir má búast við að honum verði lokað undir kvöld vegna snjóflóðahættu, staðan verður metin kl.17:00 í dag. Óvíst er hvenær vegurinn verður opnaður aftur ef af lokun verður. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir að félagið sé ekki með neinn sérstakan viðbúnað vegna óveðursins. "Okkar menn eru samt tilbúnir eins og alltaf - þeir eru á stanslausri bakvakt," segir Ólöf. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Veðurhorfur á landinu öllu eru enn slæmar, en lægðin sem gengur yfir landið gæti verið dýpsta lægð 21. aldarinnar. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður veðrið sérstaklega slæmt á Vestfjörðum og gætu snjóflóð fallið á vegi. Ekki er talinn hætta á að þau falli í byggð. Undir Vatnajökli gæti vindur í hviðum farið yfir 40 metra á sekúndu á aðfangadagskvöld og fram á jóladag. Fólk er því hvatt til að fara alls ekki veginn undir jöklinum. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu er ívið skárri en annarsstaðar á landinu en samt sem áður er útlit fyrir að töluverður vindur verði í Reykjavík yfir hátíðirnar. Töluverð úrkoma verður á höfuðborgarsvæðinu næstu dag.Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun frá Veðurstofu Íslands vegna norðanhvassviðris eða storms um jólahátíðina. Spáð er norðan hvassviðri eða -stormi (vindhraða 15-23 m/s) víða um land á morgun aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur Norður- og Austanlands og því ekkert ferðaveður á þeim slóðum. Dagana þar á eftir má búast við áframhaldandi norðaustanátt með éljum fyrir norðan og austan og er fólki bent á að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð áður en farið er að stað.Veðurhorfur næstu daga: Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum, suðvestan 5-10 S-til, en annars hæg breytileg átt. Slydda eða snjókoma með köflum, en þurrt að kalla SA-lands. Hvessir á NV-verðu landinu í dag, 18-25 m/s og snjókoma þar seinnipartinn. Mun hægari vindur og dálítil slydda eða snjókoma annars staðar, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vaxandi norðaustanátt á öllu landinu í kvöld og nótt, 15-25 á morgun og snjókoma eða él fyrir norðan, en þurrt að kalla syðra. Frost 1 til 5 stig til landsins, en víða frostlaust við ströndina. Vegagerðin vekur athygli á að vegna snjóflóðahættu má búast við að veginum um Ólafsfjarðarmúla verði lokað upp úr kl.15:00 í dag og óvíst er um hvort opnað verði aftur fyrr en eftir jól. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er opinn en ef veðurspá gengur eftir má búast við að honum verði lokað undir kvöld vegna snjóflóðahættu, staðan verður metin kl.17:00 í dag. Óvíst er hvenær vegurinn verður opnaður aftur ef af lokun verður. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir að félagið sé ekki með neinn sérstakan viðbúnað vegna óveðursins. "Okkar menn eru samt tilbúnir eins og alltaf - þeir eru á stanslausri bakvakt," segir Ólöf.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira