Innlent

Vakin upp á táknrænan hátt - Landspítalann vantar þrjá milljarða

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Björt hvetur ríkisstjórnina til þess að sleppa þessari tekjuskattslækkun upp á 0,8 prósent í miðþrepi sem aðeins hafi verið til málamynda. Hún segir þá lækkun ekki skipta einstaklinga máli.
Björt hvetur ríkisstjórnina til þess að sleppa þessari tekjuskattslækkun upp á 0,8 prósent í miðþrepi sem aðeins hafi verið til málamynda. Hún segir þá lækkun ekki skipta einstaklinga máli. mynd/Pjetur Sigurðsson
„Landspítalann vantar rúma þrjá milljarða á þessu ári og á næsta ári til þess að geta sinnt lögbundinni þjónustu af öryggi.“ Þetta kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær.

Þar segir hún að þau ættu að aðstoða Vigdísi Hauksdóttur, þingmann og formann fjárlaganefndar við að uppfylla kosningaloforð um 12 til 13 milljarða til LSH, en það sé það sem spítalann vanti á næstu fjórum árum.

„Eins og vitum gerir fjárlagafrumvarpið ekki ráð fyrir tækjakaupum og ekki ráð fyrir réttingu á halla, né því að sinna endurbótum og uppbyggingu á LSH.“

Björt hvetur ríkisstjórnina til þess að sleppa þessari tekjuskattslækkun upp á 0,8 prósent í miðþrepi sem aðeins hafi verið til málamynda. Hún segir þá lækkun ekki skipta einstaklinga máli.

Hún segir að fagaðilar, til dæmis greiningardeild Arion banka segi að þessi lækkun og aðrar boðaðar lækkanir á sköttum, séu ekki til þess fallnar til þess að breyta efnahagshorfum. Breytingarnar séu allt of lítilfjörlegar til þess.

Hún segir þessa fimm milljarða sem ríkið verði af við þennan gjörning, séu spítalanum hinsvegar lífsnauðsynlegir.

Vakin upp á táknrænan hátt

„Á táknrænan hátt var ég vakin upp í nótt, ekki þó við vondan draum, það hefði verið betra. Nei vakningin var í formi hljóðs í símanum sem sagði mér að netpóstar væru að berast. Póstar sem lýsa köldum veruleika á Íslandi,“ sagði Björt á Alþingi í gær.

Björt segir að yfir hundrað íslenskir læknanemar, sem eru í námi bæði hér á landi og erlendis hafa sent alþingismönnum ákall um að gera gangskör í heilbrigðismálum. Þetta sé fólk sem hún og aðrir treysti að sinni sér á komandi árum. Það verði að teljast mikil bjartsýni á miðað við það umhverfi sem stefnt sé á að bjóða þeim upp á. „Landspítalann ber hæst í ákalli læknanema, segir Björt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×