Lífið

Áramótaheit fræga fólksins: Ætlar að verða liðugri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
"Vandinn er að ég strengi aldrei áramótaheit," segir þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson aðspurður um hvort hann strengi áramótaheit.

"Ef ég myndi strengja heit þá væri það í tengslum við eitthvað sem ég er ekki að hugsa um alla jafna en ætti að hugsa um. Til dæmis þá ætti ég að reyna að liðka mig. Áramótaheitið gæti verið að verða liðugri árið 2014. Það borgar sig hinsvegar að fara varlega í nýja hluti þannig að áramótaheitið myndi örugglega enda í að fara í hot yoga í Hreyfingu. Það er örugglega góð byrjun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.