„Ég kastaði upp, bæði af viðbjóði og ammoníakseitrun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. desember 2013 08:00 Margrét Gunnarsdóttir. mynd / aðsend Margrét Gunnarsdóttir, nemi, er allt annað en sátt við upplifun sína er hún vann í kjúklingaeldi hér á landi. Fréttastofa Vísis hefur undir höndunum bréf frá Margréti þar sem hún lýsir, að hennar sögn, ólýsanlegri grimmd í íslenskum verksmiðjubúskapi. „Síðasta vetur vann ég eitt kvöld í kjúklingaeldi við að raða kjúklingum í sláturkassa. Því kvöldi mun ég aldrei gleyma. Umrætt kvöld mættum við sem fengin vorum í verkið inn í gluggalausa skemmu þar sem voru ekki nema um 7000 kjúklingar, enda var búið að taka helminginn á sláturbílinn kvöldið áður,“ segir Margrét í bréfinu. „Það fyrsta sem ég sá í skemmunni var hrúga af dauðum fuglum úti í horni á sama svæði og lifandi fuglarnir höfðust við. Lyktin sem tók á móti okkur þegar við komum inn í skemmuna var það sterk að mig sveið í hálsinn. Eftir um hálftíma inni í skemmunni þurfti ég að fara út til að kasta upp því ammoníakið var svo sterkt. Ammoníak er ekki bara vond lykt. Í miklum styrkleika er þetta efnið eitrað og mjög ætandi fyrir öndunarveg og augu manna og dýra.“ „Við byrjuðum á því að reka fuglana út í enda hússins, þeim fuglum sem ekki gátu gengið sjálfir eða voru of hægir var sparkað harkalega áfram. Þegar fuglunum hafði verið þjappað saman í annan endann lágu eftir nokkrir dauðir og deyjandi fuglar sem höfðu troðist ofan í skítinn í fuglamergðinni. Næst var lyftara með plastkössum ekið inn í skemmuna og mennirnir sem unnu þarna með mér köstuðu kössunum fyrir framan fuglana. Það kom fyrir að kassarnir lentu á fuglunum svo þeir drápust eða meiddust.“ „Starfið fólst í því að troða ellefu fuglum saman ofan í hvern kassa, ég var sennilega ekki besti starfsmaðurinn þar sem ég tók bara einn fugl í einu og setti varlega ofan í kassa. Aðrir vanari starfsmenn gripu í fætur fuglanna og grýttu þeim mörgum saman inn um þröngt opið á kössunum án þess að gæta að því hvort vængir eða fætur færu óskaddaðir með. Þannig náðu þeir allt að fjórum fuglum með hvorri hendi í hvert sinn. Þetta starf var launað eftir afköstum en ekki með tímakaupi svo fólk var skiljanlega að flýta sér að klára verkið og komast út úr þessum dimma loftlausa skúr.“ „Það sem stakk mig hvað mest þetta kvöld var klemmdur vængur sem ég sá útundan mér. Hann hafði klemmst í renniloku sem var ofan á kassanum þegar einhver reyndari starfsmaður tróð ofan í kassann án þess að gæta að því hvernig fuglarnir lentu. Annar starfsmaður tók svo kassann og setti hann í staflann á lyftaranum. Ofan á þann kassa kom annar kassi með ellefu kjúklingum í, ofan á hann nokkrir í viðbót. Vængurinn kramdist á milli án þess að nokkur kippti sér upp við það. Ég fór aftur út til að kasta upp, bæði af viðbjóði og ammoníakseitrun.“ „Kjúklingur og svínakjöt sem fæst í matvöruverslunum hér á landi er í öllum tilfellum framleitt í verksmiðjum þar sem dýrin koma í þennan heim til þess eins að þjást við hörmulegar aðstæður allt sitt líf. Þetta er ekki betra hér á landi en annarsstaðar. Ég neita að trúa því að fólk vilji styðja við svona framleiðsluhætti og það er hægt að hafa áhrif með því að sniðganga þessar vörur eða minnka kaup á þeim verulega.“ Hér að neðan má sjá myndband frá Animals Australia og að sögn Margrétar er farið alveg eins með dýrin hér á landi. What is factory farming? MEAT CHICKENS from Animals Australia on Vimeo. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Margrét Gunnarsdóttir, nemi, er allt annað en sátt við upplifun sína er hún vann í kjúklingaeldi hér á landi. Fréttastofa Vísis hefur undir höndunum bréf frá Margréti þar sem hún lýsir, að hennar sögn, ólýsanlegri grimmd í íslenskum verksmiðjubúskapi. „Síðasta vetur vann ég eitt kvöld í kjúklingaeldi við að raða kjúklingum í sláturkassa. Því kvöldi mun ég aldrei gleyma. Umrætt kvöld mættum við sem fengin vorum í verkið inn í gluggalausa skemmu þar sem voru ekki nema um 7000 kjúklingar, enda var búið að taka helminginn á sláturbílinn kvöldið áður,“ segir Margrét í bréfinu. „Það fyrsta sem ég sá í skemmunni var hrúga af dauðum fuglum úti í horni á sama svæði og lifandi fuglarnir höfðust við. Lyktin sem tók á móti okkur þegar við komum inn í skemmuna var það sterk að mig sveið í hálsinn. Eftir um hálftíma inni í skemmunni þurfti ég að fara út til að kasta upp því ammoníakið var svo sterkt. Ammoníak er ekki bara vond lykt. Í miklum styrkleika er þetta efnið eitrað og mjög ætandi fyrir öndunarveg og augu manna og dýra.“ „Við byrjuðum á því að reka fuglana út í enda hússins, þeim fuglum sem ekki gátu gengið sjálfir eða voru of hægir var sparkað harkalega áfram. Þegar fuglunum hafði verið þjappað saman í annan endann lágu eftir nokkrir dauðir og deyjandi fuglar sem höfðu troðist ofan í skítinn í fuglamergðinni. Næst var lyftara með plastkössum ekið inn í skemmuna og mennirnir sem unnu þarna með mér köstuðu kössunum fyrir framan fuglana. Það kom fyrir að kassarnir lentu á fuglunum svo þeir drápust eða meiddust.“ „Starfið fólst í því að troða ellefu fuglum saman ofan í hvern kassa, ég var sennilega ekki besti starfsmaðurinn þar sem ég tók bara einn fugl í einu og setti varlega ofan í kassa. Aðrir vanari starfsmenn gripu í fætur fuglanna og grýttu þeim mörgum saman inn um þröngt opið á kössunum án þess að gæta að því hvort vængir eða fætur færu óskaddaðir með. Þannig náðu þeir allt að fjórum fuglum með hvorri hendi í hvert sinn. Þetta starf var launað eftir afköstum en ekki með tímakaupi svo fólk var skiljanlega að flýta sér að klára verkið og komast út úr þessum dimma loftlausa skúr.“ „Það sem stakk mig hvað mest þetta kvöld var klemmdur vængur sem ég sá útundan mér. Hann hafði klemmst í renniloku sem var ofan á kassanum þegar einhver reyndari starfsmaður tróð ofan í kassann án þess að gæta að því hvernig fuglarnir lentu. Annar starfsmaður tók svo kassann og setti hann í staflann á lyftaranum. Ofan á þann kassa kom annar kassi með ellefu kjúklingum í, ofan á hann nokkrir í viðbót. Vængurinn kramdist á milli án þess að nokkur kippti sér upp við það. Ég fór aftur út til að kasta upp, bæði af viðbjóði og ammoníakseitrun.“ „Kjúklingur og svínakjöt sem fæst í matvöruverslunum hér á landi er í öllum tilfellum framleitt í verksmiðjum þar sem dýrin koma í þennan heim til þess eins að þjást við hörmulegar aðstæður allt sitt líf. Þetta er ekki betra hér á landi en annarsstaðar. Ég neita að trúa því að fólk vilji styðja við svona framleiðsluhætti og það er hægt að hafa áhrif með því að sniðganga þessar vörur eða minnka kaup á þeim verulega.“ Hér að neðan má sjá myndband frá Animals Australia og að sögn Margrétar er farið alveg eins með dýrin hér á landi. What is factory farming? MEAT CHICKENS from Animals Australia on Vimeo.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira