„Ég kastaði upp, bæði af viðbjóði og ammoníakseitrun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. desember 2013 08:00 Margrét Gunnarsdóttir. mynd / aðsend Margrét Gunnarsdóttir, nemi, er allt annað en sátt við upplifun sína er hún vann í kjúklingaeldi hér á landi. Fréttastofa Vísis hefur undir höndunum bréf frá Margréti þar sem hún lýsir, að hennar sögn, ólýsanlegri grimmd í íslenskum verksmiðjubúskapi. „Síðasta vetur vann ég eitt kvöld í kjúklingaeldi við að raða kjúklingum í sláturkassa. Því kvöldi mun ég aldrei gleyma. Umrætt kvöld mættum við sem fengin vorum í verkið inn í gluggalausa skemmu þar sem voru ekki nema um 7000 kjúklingar, enda var búið að taka helminginn á sláturbílinn kvöldið áður,“ segir Margrét í bréfinu. „Það fyrsta sem ég sá í skemmunni var hrúga af dauðum fuglum úti í horni á sama svæði og lifandi fuglarnir höfðust við. Lyktin sem tók á móti okkur þegar við komum inn í skemmuna var það sterk að mig sveið í hálsinn. Eftir um hálftíma inni í skemmunni þurfti ég að fara út til að kasta upp því ammoníakið var svo sterkt. Ammoníak er ekki bara vond lykt. Í miklum styrkleika er þetta efnið eitrað og mjög ætandi fyrir öndunarveg og augu manna og dýra.“ „Við byrjuðum á því að reka fuglana út í enda hússins, þeim fuglum sem ekki gátu gengið sjálfir eða voru of hægir var sparkað harkalega áfram. Þegar fuglunum hafði verið þjappað saman í annan endann lágu eftir nokkrir dauðir og deyjandi fuglar sem höfðu troðist ofan í skítinn í fuglamergðinni. Næst var lyftara með plastkössum ekið inn í skemmuna og mennirnir sem unnu þarna með mér köstuðu kössunum fyrir framan fuglana. Það kom fyrir að kassarnir lentu á fuglunum svo þeir drápust eða meiddust.“ „Starfið fólst í því að troða ellefu fuglum saman ofan í hvern kassa, ég var sennilega ekki besti starfsmaðurinn þar sem ég tók bara einn fugl í einu og setti varlega ofan í kassa. Aðrir vanari starfsmenn gripu í fætur fuglanna og grýttu þeim mörgum saman inn um þröngt opið á kössunum án þess að gæta að því hvort vængir eða fætur færu óskaddaðir með. Þannig náðu þeir allt að fjórum fuglum með hvorri hendi í hvert sinn. Þetta starf var launað eftir afköstum en ekki með tímakaupi svo fólk var skiljanlega að flýta sér að klára verkið og komast út úr þessum dimma loftlausa skúr.“ „Það sem stakk mig hvað mest þetta kvöld var klemmdur vængur sem ég sá útundan mér. Hann hafði klemmst í renniloku sem var ofan á kassanum þegar einhver reyndari starfsmaður tróð ofan í kassann án þess að gæta að því hvernig fuglarnir lentu. Annar starfsmaður tók svo kassann og setti hann í staflann á lyftaranum. Ofan á þann kassa kom annar kassi með ellefu kjúklingum í, ofan á hann nokkrir í viðbót. Vængurinn kramdist á milli án þess að nokkur kippti sér upp við það. Ég fór aftur út til að kasta upp, bæði af viðbjóði og ammoníakseitrun.“ „Kjúklingur og svínakjöt sem fæst í matvöruverslunum hér á landi er í öllum tilfellum framleitt í verksmiðjum þar sem dýrin koma í þennan heim til þess eins að þjást við hörmulegar aðstæður allt sitt líf. Þetta er ekki betra hér á landi en annarsstaðar. Ég neita að trúa því að fólk vilji styðja við svona framleiðsluhætti og það er hægt að hafa áhrif með því að sniðganga þessar vörur eða minnka kaup á þeim verulega.“ Hér að neðan má sjá myndband frá Animals Australia og að sögn Margrétar er farið alveg eins með dýrin hér á landi. What is factory farming? MEAT CHICKENS from Animals Australia on Vimeo. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Margrét Gunnarsdóttir, nemi, er allt annað en sátt við upplifun sína er hún vann í kjúklingaeldi hér á landi. Fréttastofa Vísis hefur undir höndunum bréf frá Margréti þar sem hún lýsir, að hennar sögn, ólýsanlegri grimmd í íslenskum verksmiðjubúskapi. „Síðasta vetur vann ég eitt kvöld í kjúklingaeldi við að raða kjúklingum í sláturkassa. Því kvöldi mun ég aldrei gleyma. Umrætt kvöld mættum við sem fengin vorum í verkið inn í gluggalausa skemmu þar sem voru ekki nema um 7000 kjúklingar, enda var búið að taka helminginn á sláturbílinn kvöldið áður,“ segir Margrét í bréfinu. „Það fyrsta sem ég sá í skemmunni var hrúga af dauðum fuglum úti í horni á sama svæði og lifandi fuglarnir höfðust við. Lyktin sem tók á móti okkur þegar við komum inn í skemmuna var það sterk að mig sveið í hálsinn. Eftir um hálftíma inni í skemmunni þurfti ég að fara út til að kasta upp því ammoníakið var svo sterkt. Ammoníak er ekki bara vond lykt. Í miklum styrkleika er þetta efnið eitrað og mjög ætandi fyrir öndunarveg og augu manna og dýra.“ „Við byrjuðum á því að reka fuglana út í enda hússins, þeim fuglum sem ekki gátu gengið sjálfir eða voru of hægir var sparkað harkalega áfram. Þegar fuglunum hafði verið þjappað saman í annan endann lágu eftir nokkrir dauðir og deyjandi fuglar sem höfðu troðist ofan í skítinn í fuglamergðinni. Næst var lyftara með plastkössum ekið inn í skemmuna og mennirnir sem unnu þarna með mér köstuðu kössunum fyrir framan fuglana. Það kom fyrir að kassarnir lentu á fuglunum svo þeir drápust eða meiddust.“ „Starfið fólst í því að troða ellefu fuglum saman ofan í hvern kassa, ég var sennilega ekki besti starfsmaðurinn þar sem ég tók bara einn fugl í einu og setti varlega ofan í kassa. Aðrir vanari starfsmenn gripu í fætur fuglanna og grýttu þeim mörgum saman inn um þröngt opið á kössunum án þess að gæta að því hvort vængir eða fætur færu óskaddaðir með. Þannig náðu þeir allt að fjórum fuglum með hvorri hendi í hvert sinn. Þetta starf var launað eftir afköstum en ekki með tímakaupi svo fólk var skiljanlega að flýta sér að klára verkið og komast út úr þessum dimma loftlausa skúr.“ „Það sem stakk mig hvað mest þetta kvöld var klemmdur vængur sem ég sá útundan mér. Hann hafði klemmst í renniloku sem var ofan á kassanum þegar einhver reyndari starfsmaður tróð ofan í kassann án þess að gæta að því hvernig fuglarnir lentu. Annar starfsmaður tók svo kassann og setti hann í staflann á lyftaranum. Ofan á þann kassa kom annar kassi með ellefu kjúklingum í, ofan á hann nokkrir í viðbót. Vængurinn kramdist á milli án þess að nokkur kippti sér upp við það. Ég fór aftur út til að kasta upp, bæði af viðbjóði og ammoníakseitrun.“ „Kjúklingur og svínakjöt sem fæst í matvöruverslunum hér á landi er í öllum tilfellum framleitt í verksmiðjum þar sem dýrin koma í þennan heim til þess eins að þjást við hörmulegar aðstæður allt sitt líf. Þetta er ekki betra hér á landi en annarsstaðar. Ég neita að trúa því að fólk vilji styðja við svona framleiðsluhætti og það er hægt að hafa áhrif með því að sniðganga þessar vörur eða minnka kaup á þeim verulega.“ Hér að neðan má sjá myndband frá Animals Australia og að sögn Margrétar er farið alveg eins með dýrin hér á landi. What is factory farming? MEAT CHICKENS from Animals Australia on Vimeo.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira