Innlent

Varúðarstig vegna snjóflóðahættu

Gissur Sigurðsson skrifar
Snjóflóð féll á Ólafsfjarðarveg síðdegis í gær og lokaðist vegurinn. Hann verður ekki ruddur fyrr en sjóflóðaeftirlitsmenn hafa kannað aðstæður.

Þá var lýst yfir varúðarstigi á Súðavíkurhlíð í gærkvöldi, vegna snjóflóðahættu, en ekki er komið í ljós hvort snjóflóð hefur fallið þar í nótt.

Þónokkrir vegir á Norðurlandi Vestra og á Vestfjörðum lokuðust í gær og verða ruddir með morgninum og í nokkrum tilvikum þurftu björgunarsveitarmenn að aðstoða ökumenn í föstum bílum, en hvergi var þó neyðarástand.

Veðurhorfur eru mun betri í dag, nema hvað stormi er spáð suðaustanlands undir kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×