Innlent

Gæslan grennslaðist fyrir um blikkandi ljós

Mynd/Daníel
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk í nótt tilkynningu um blikkandi ljós út af Vattarnesi í Reyðarfirði og hófst eftirgrennslan þegar í stað.

Fljótlega vaknaði grunur um að þetta gæti verið blikkljós af línubaugju og með því að rekja ferðir línubáta um þessar slóðir í gærkvöldi, hafðist upp á skipstjóra á línubáti, sem staðfesti að hafa misst út eina bauju, en þá hafi hann verið svo nærri landi að hann treysti ser ekki til að sækja hana.

Baujan verður sótt í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×