Innlent

Yfir 80 prósent framsóknarmanna borða hangikjöt á jóladag

Boði Logason skrifar
Sigmundur Davíð er formaður Framsóknarflokksins. Hvað hann ætlar að borða á jólunum er hinsvegar óljóst - en samkvæmt könnuninni eru miklar líkur á að það verði hangikjöt.
Sigmundur Davíð er formaður Framsóknarflokksins. Hvað hann ætlar að borða á jólunum er hinsvegar óljóst - en samkvæmt könnuninni eru miklar líkur á að það verði hangikjöt.
Yfir 80 prósent framsóknarmanna ætla að borða hangikjöt á jóladag en aðeins helmingur Pírata. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem kannaði hvaða aðalrétt fólk ætlaði að borða á jóladag.

Niðurstöður könnunarinnar benda til að hangikjötið verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 70,6 prósent ætla að borða hangikjöt og  7,1 prósent hamborgarhrygg.

Spurt var: „Hvað er líklegast að þú munir borða sem aðalrétt á jóladag?“ Samtals tóku 95,5% afstöðu til spurningarinnar.

Nánar um könnunina má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×