Innlent

Fleira ungt fólk sem leitar aðstoðar nú

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/GVA
Heldur fleiri hafa leitað til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs fyrir jólin en í fyrra. Hátt í 400 fjölskyldur og einstaklingar hafa leitað til nefndarinnar nú.

Anna Kristinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við bæjarblaðið Kópavogur að það vekti athygli að fleiri einstaklingar séu í hópi þeirra sem leita eftir aðstoð og líka ungt fólk og jafnvel námsmenn.

Nefndin sendi öllum fyrirtækjum í bænum bréf í nóvember þar sem óskað var eftir gjöfum. Anna segir að mörg fyrirtæki hafi brugðist vel við og þau séu þakklát öllum þeim sem geta lagt lið.

Um tólf konur starfa að jafnaði hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs en það eru Kvenfélag Kópavogs og Freyja, félag framsóknarkvenna sem standa að nefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×