Innlent

Mæddir minkabændur

Gissur Sigurðsson skrifar
Sérstaða minkabænda er varðar lágan framleiðslukostnað er horfin.
Sérstaða minkabænda er varðar lágan framleiðslukostnað er horfin.
Framleiðslukostnaður minkaskinna í heildina hefur hækkað um 70 prósent frá árinu 2009.

Fóðurstöð Kaupfélags Skagfirðinga ætlar að hækka fóðurverð til minkabænda um 30 prósent um áramót, í kjölfar 26 prósenta verðfalls á skinnauppboði nýverið. Sérstaða íslenska minkabænda er þar með horfin, að mati minkabænda.

Fóðurstöðin í Skagafirði hefur lengi vel boðið upp á ódýrasta fóðrið, sem aðallega er unnið úr afskurði í kjötvinnslustöðvum og frá fiskvinnslunni, auk nokkurra prósenta af erlendum bætiefnum, en býður nú álíka verð og hinar stöðvarnar. Hagstætt fóðurverð hér á landi hefur lengi skapað íslensku minkaræktinni sérstöðu, en nú er orðin breyting á, að sögn Einars Einarssonar, minkabónda á Skörðugili í Skagafirði:

„Við erum bara komnir með jafn háan framleiðslukostnað og hann er hérna í nágrannalöndunum. Það er bara þannig. Fóðurverð á Íslandi er í krónum talið orðið nákvæmlega það sama í dag og það er í Danmörku. Við höfum glatað þeirri sérstöðu, að vera með lægra fóðurverð en er í nágrannalöndunum. Við höfum upplifað þessa gríðarlegu hækkun á framleiðslukostnaði í heildina, ef tekið er frá árinu 2009 til 2013 þá er þetta um 70 prósenta hækkun á framleiðslukostnaði skinna á þessu árabili. Þessi hækkun hefur ekki orðið í nágrannalöndunum,“ segir Einar Einarsson, minkabóndi.

Hann segir að margir minkabændur hafi bremsað sig af og áform um stækkanir búa eru komnar á ís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×