Innlent

Fjármagnaði Ísland pyndingarsveitir í Írak?

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Valgarður
Fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, til utanríkisráðherra um fjármögnun öryggissveita í Írak var útbýtt á þinginu í dag. Þar spyr Birgitta meðal annars hve miklum fjármunum íslenska ríkið hefur varið í þjálfunarverkefni Atlantshafsbandalagsins, tengdum Írak. 

Einnig spyr hún hvaða upplýsingar íslensk stjórnvöld hafa fengið um hvernig fjárframlögum í NTM-1 verkefnið yrði varið og í hverju þjálfun og störf öryggissveitanna fælust. Þá spyr Birgitta hvort stjórnvöld hafi brugðist við, eða áætli að bregðast við, upplýsingum um starfsemi öryggissveitanna sem Ísland tók þátt í að fjármagna og hvort stjórnvöld hafi krafið NATO svara á þeim.

Þar vísar Birgitta til heimildamyndar Guardian og BBC um öryggissveitirnar sem birt var í mars á þessu ári og byggðist á skjölum sem birt voru af Wikileaks árið 2010.

Að endingu spyr hún ráðherra telji ásættanlegt að íslenska ríkið liggi undir ámæli fyrir að hafa tekið þátt í að fjármagna þjálfun öryggissveita sem hafi orðið uppvísar að afar grófum pyndingum, limlestingum og manndrápum?

Fyrirspurnina alla er hægt að sjá hér og heimildamynd Guardian og BBC um öryggissveitirnar er hægt að sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×