Innlent

Einni og hálfri milljón úthlutað úr minningarsjóði Sigrúnar Mjallar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
Fiskbúð Hólmgeirs í Mjóddinni keypti treyjuna hans Arons Pálmarssonar landsliðsmanns í handbolta og leikmanns Kiel í Þýskalandi fyrir 200 þúsund krónur, til styrktar minningarsjóði Sigrúnar Mjallar Jóhannesardóttur.

Í fyrra styrkti Aron minnigarsjóðinn um 450 þúsund krónur og nú gaf hann handboltatreyju til að að styðja við bakið á minningarsjóðnum.

Treyjan mun því að öllum líkindum hanga uppi í fiskbúðinni öllum til gleði. Þetta kemur fram á vefsíðu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar en hann er faðir Sigrúnar Mjallar sem lést í janúar árið 2010.

Til viðbótar styrkti fjölskylda í Reykjavík sjóðinn um 300 þúsund krónur. Samtals verða því ein og hálf milljón króna til úthlutunar úr sjóðnum þetta árið. Peningunum er úthlutað á afmælisdegi Sigrúnar Mjallar, 22. desember, en hún hefði orðið 21 árs í ár.

Á vefsíðu Jóhannesar segir að þessir peningar skipti miklu máli því þeir hafa komið að mjög góðum notum í verkefnum sem tengjast skapandi starfi ungmenna sem eru á meðferðarheimilum.

Sjö verkefni sóttu um styrk í Minningarsjóðinn að þessu sinni. Fjölskylda Sigrúnar Mjallar og stjórn Minningarsjóðs Sigrúnar Mjallar þakkar innilega fyrir þennan mikilvæga stuðning frá Fiskbúð Hólmgeirs, Aroni Pálmarssyni og fjölskyldunni sem styrkti sjóðinn.


Tengdar fréttir

Treyja Arons Pálmarsonar á uppboði

Aron Pálmason, handboltakappi, hefur gefið treyju til uppboðs fyrir minningarsjóð Sigrúnar Mjallar. Þann 22. desember verður einni milljón króna úthlutað úr sjóðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×