Innlent

Tölvur teknar af föngum sem fara á internetið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Margrét Frímannsdóttir
Margrét Frímannsdóttir
„Net-pungar eru vinsæll smyglvarningur í fangelsið,“  segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins á Litla-Hrauni og á Sogni þegar Vísir hafði samband við hana til þess að spyrja hvernig fangar kæmust á Facebook þrátt fyrir að það sé bannað að nota internetið á Litla-Hrauni.

„Því miður er tæknin alltaf aðeins á undan okkur.“ Fangarnir mega nota tölvur en séu þeir staðnir að því að nota hana til að fara á netið eru tölvurnar teknar af þeim. Við fyrsta brot er tölvan tekin í einn mánuð, í annað skipti í tvo mánuði og þannig koll af kolli.

Stefán Logi Sívarsson, einn ákærðu í Stokkseyrarmálinu, hefur birt af sér myndir undanfarið á Facebook-síðu sinni. Hann notar nafnið „Butcher Sivarsson“ , Butcher þýðir slátrari á íslensku.

Á síðunni birtir hann tvær sjálfsmyndir af samskiptaforritinu Skype. Önnur var tekin í vikunni en hin í síðasta mánuði.

Margrét sagðist ekki geta tjáð sig um einstaka menn en tæknimenn og lögreglumenn skoði tölvurnar þegar grunur leikur á að fangar hafi farið á internetið í leyfisleysi. Þeir gætu rakið sögunar.

Í einhverjum tilfellum hefði verið um það að ræða að fangar létu aðra, utan veggja Litla-Hrauns, um að halda úti síðum fyrir sig.

Í október voru kynntar nýjar reglur fyrirföngum um að allar turntölvur verði fjarlægðar og aðeins þeir sem eru skráðir í nám fá að hafa fartölvur. Fangar mega þó ekki hafa þær inni í klefum sínum frá klukkan tíu á kvöldin til átta morguninnn eftir.

Reglugerðin tekur gildi 15. janúar.






Tengdar fréttir

Fangar komnir á undan í nettækninni

Aðgengi fanga að tölvum og neti verður takmarkað verulega vegna misnotkunar fanga á þeim kosti. Tölvur hafa verið gerðar upptækar auk netpunga en Margrét Frímannsdóttir segir tæknina alltaf vera komna á undan þeim.

Óttast að tölvubann leiði til aukinnar neyslu og ofbeldis

Tölvur verða að mestu bannaðar í fangelsum landsins. Fangar eru ósáttir og búast við aukinni fíkniefnaneyslu í kjölfarið. Fangelsismálastjóri segir tölvubannið viðbragð vegna nýrrar tegundar glæpamanna .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×