Innlent

Kjaraviðræður komnar af stað –nýtt útspil frá fjármálaráðherra

Jóhanna Margrét og Elimar Hauksson skrifar
Kjaraviðræður eru hafnar á ný en upp úr viðræðunum slitnaði í byrjun mánaðarins.
Kjaraviðræður eru hafnar á ný en upp úr viðræðunum slitnaði í byrjun mánaðarins. mynd/stefán
Hreyfing  virðist  vera  að komast á kjaraviðræður. Samninganefndir Alþýðusambandsins , Starfsgreinasambandsins og Samtaka Atvinnulífsins hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag.  

Það sem virðist hafa ýtt kjaraviðræðum af stað er útspil frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.  Bjarni hefur í dag átt fundi með  fundi með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ og Þorsteini  Víglundssyni  framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.  

Samkvæmt heimildum fréttastofu verður farið yfir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem felur í sér að tekjumörk lægstu launa verði hækkuð. með því stækkar hópur í lægsta tekjuskattsþrepinu og hópurinn í milliskattþrepinu minnkar þar á móti. Þannig eigi að lyfta launaþakinu í neðsta þrepinu og koma til móts við þá tekjulægri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×