Er Keflavíkurflugvöllur að verða af milljörðum? Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. desember 2013 20:00 Ríkissjóður verður árlega af um milljarði króna í tekjur af farþegum Icelandair sem millilenda á Keflavíkurflugvelli en borga ekki gjöld fyrir afnot af flugvellinum. Íslenskir farþegar borga þessi sömu gjöld á erlendum flugvöllum. Talsmaður Isavia segir upphæðina ekki svo háa.Tengifarþegar sem koma hingað til lands, millilenda og halda áfram för sinni til Evrópu eða Norður-Ameríku, borga engin millilendingargjöld fyrir afnot af Keflavíkurflugvelli líkt og tíðkast á öðrum flugvöllum. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur undir höndum þá gæti áætlaður tekjumissir Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, verið nálægt milljarði króna fyrir árið 2013. Sé reiknað þrjú ár aftur í tímann nemur upphæðin um 2,7 milljörðum króna samkvæmt útreikningum fréttastofu. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir upphæðina ekki vera svo háa. Hann vildi ekki nefna hversu háa fjárhæð Isavia verður af árlega vegna þessa. Hann ítrekar jafnframt að þeir farþegar sem millilenda hér á landi borgi lendingargjald líkt og á öllum öðrum flugvöllum, hins vegar skilji farþegar ekki eftir sig gjöld til að mæta kostnaði við þjónustu í flugstöðinni.426 þúsund tengifarþegar í ár Tengifarþegar Icelandair á Keflavíkurflugvelli eru um 426 þúsund það sem af er þessu ári. Þeir farþegar borga þó ekki millilendingargjald á Keflavíkurflugvelli líkt og þegar t.d. íslenskir farþegar millilenda á Kaustrup í Kaupmannahöfn, Heathrow í London eða Frankfurt í Þýskalandi og halda áfram flugi. Hvers vegna þessi gjöld ekki innheimt á Keflavíkurflugvelli? „Það hefur ekki tíðkast frá upphafi að innheimta þetta gjald. Þetta er flugleið sem hefur verið byggð upp á mjög löngum tíma og það hefur þurft mikið til. Eflaust má líta á þetta sem innlegg í þá uppbyggingu,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia.Icelandair eina flugfélagið Icelandair er eina flugfélagið sem millilendir á Keflavíkurflugvelli á leið sinni milli Norður-Ameríku og Evrópu. Friðþór neitar því að um beinan ríkisstyrk sé að ræða til Icelandair en fyrirtækinu hafi vissulega verið hjálpað í að festa sig í sessi á þessari flugleið. Tekjumöguleikar Isavia eru talsverðir. Ef miðað er við að tengifarþegum hingað til lands fjölgi um 5% næstu fimm ár þá gætu tekjur Isavia aukist um 5,5 milljarða króna. Þar með gæti félagið ráðist í stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og um leið aukið umsvif sín. Isavia segir það á döfinni að hefja innheimtu á þessum gjöldum frá og með næsta sumri. Þá áætlar WOW Air að því að hefja flug á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Er þetta tilviljun? „Nei, ekki fremur en ef gjöldin hefðu verið tekin upp þegar Iceland Express hóf flug á sömu leið í fyrra,“ segir Friðþór. Búist er við mikilli fjölgun tengifarþega strax á næsta ári. Hefði ekki verið ráðlegt að hefja gjaldtöku fyrr? „Það hefði auðvitað verið æskilegt en ég held að aðstæður hafi ekki leyft það á þeim tíma,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Ríkissjóður verður árlega af um milljarði króna í tekjur af farþegum Icelandair sem millilenda á Keflavíkurflugvelli en borga ekki gjöld fyrir afnot af flugvellinum. Íslenskir farþegar borga þessi sömu gjöld á erlendum flugvöllum. Talsmaður Isavia segir upphæðina ekki svo háa.Tengifarþegar sem koma hingað til lands, millilenda og halda áfram för sinni til Evrópu eða Norður-Ameríku, borga engin millilendingargjöld fyrir afnot af Keflavíkurflugvelli líkt og tíðkast á öðrum flugvöllum. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur undir höndum þá gæti áætlaður tekjumissir Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, verið nálægt milljarði króna fyrir árið 2013. Sé reiknað þrjú ár aftur í tímann nemur upphæðin um 2,7 milljörðum króna samkvæmt útreikningum fréttastofu. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir upphæðina ekki vera svo háa. Hann vildi ekki nefna hversu háa fjárhæð Isavia verður af árlega vegna þessa. Hann ítrekar jafnframt að þeir farþegar sem millilenda hér á landi borgi lendingargjald líkt og á öllum öðrum flugvöllum, hins vegar skilji farþegar ekki eftir sig gjöld til að mæta kostnaði við þjónustu í flugstöðinni.426 þúsund tengifarþegar í ár Tengifarþegar Icelandair á Keflavíkurflugvelli eru um 426 þúsund það sem af er þessu ári. Þeir farþegar borga þó ekki millilendingargjald á Keflavíkurflugvelli líkt og þegar t.d. íslenskir farþegar millilenda á Kaustrup í Kaupmannahöfn, Heathrow í London eða Frankfurt í Þýskalandi og halda áfram flugi. Hvers vegna þessi gjöld ekki innheimt á Keflavíkurflugvelli? „Það hefur ekki tíðkast frá upphafi að innheimta þetta gjald. Þetta er flugleið sem hefur verið byggð upp á mjög löngum tíma og það hefur þurft mikið til. Eflaust má líta á þetta sem innlegg í þá uppbyggingu,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia.Icelandair eina flugfélagið Icelandair er eina flugfélagið sem millilendir á Keflavíkurflugvelli á leið sinni milli Norður-Ameríku og Evrópu. Friðþór neitar því að um beinan ríkisstyrk sé að ræða til Icelandair en fyrirtækinu hafi vissulega verið hjálpað í að festa sig í sessi á þessari flugleið. Tekjumöguleikar Isavia eru talsverðir. Ef miðað er við að tengifarþegum hingað til lands fjölgi um 5% næstu fimm ár þá gætu tekjur Isavia aukist um 5,5 milljarða króna. Þar með gæti félagið ráðist í stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og um leið aukið umsvif sín. Isavia segir það á döfinni að hefja innheimtu á þessum gjöldum frá og með næsta sumri. Þá áætlar WOW Air að því að hefja flug á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Er þetta tilviljun? „Nei, ekki fremur en ef gjöldin hefðu verið tekin upp þegar Iceland Express hóf flug á sömu leið í fyrra,“ segir Friðþór. Búist er við mikilli fjölgun tengifarþega strax á næsta ári. Hefði ekki verið ráðlegt að hefja gjaldtöku fyrr? „Það hefði auðvitað verið æskilegt en ég held að aðstæður hafi ekki leyft það á þeim tíma,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira