Innlent

Unglingspiltar söfnuðu jólamat fyrir heimilislausa

Það sitja ekki allir unglingsstrákar límdir fyrir framan tölvuna í jólafríinu. Sjö vinir í sjöunda og áttunda bekk í Valhúsaskóla tóku sig til og létu gott af sér leiða fyrir jólin. Söfnunin gekk framar björtustu vonum og tókst þeim félögum að safna yfir fimmtíu matarpokum fyrir útigangsfólk.

„Við útbjuggum lista með nauðsynjum á borð við klósettpappír, tannbursta og svo ýmislegu matarkyns sem við réttum fólki fyrir utan bæði Hagkaup og Nettó. Þannig gat fólkið kippt því með sem það vildi. Þetta gekk ótrúlega vel og á tveimur tímum vorum við komin með allt sem við þurftum og rúmlega það. Allir voru rosalega hjálplegir,“ segir Fróði Brooks Kristjánsson, forsprakki söfnunarinnar.  Hann var að vonum ánægður með góðverkið, enda safnaðist mun meira en þeir höfðu gert ráð fyrir í fyrstu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×