Innlent

Óboðnir gestir notuðu piparúða á húsráðanda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögregla var send að húsi í Vogahverfi um tvöleytið í nótt, þar sem gleðskapur hafði farið úr böndunum.

Þegar húsráðandi ætlaði að vísa tveimur rúmlega tvítugum mönnum úr samkvæmi dóttur hans brutust út slagsmál og notuðu gestirnir óboðnu piparúða á hann.

Þer voru báðir handteknir og vistaðir í fangageymslu. Húsráðandinn notaði spýtu til að verja sig og þurfti annar þeirra að koma við á slysadeild á leið sinni á lögreglustöðina.

Þá voru tveir karlmenn kærðir í nótt fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur fyrir að kast af sér vatni á almannafæri. Þeir eiga von á sektarboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×