Saltgerðarmennirnir komnir með svar Danadrottningar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2013 19:15 Ungu athafnamennirnir tveir, sem hófu saltvinnslu á Reykhólum í haust, og töldu sig af þeim sökum eiga rétt á fjárstyrk frá dönsku krúninni á grundvelli 220 ára gamals loforðs Danakonungs, eru nú búnir að fá svar frá Margréti Danadrottningu. Þegar við heimsóttum Reykhóla í vor voru félagarnir tveir, þeir Sören Rosenkilde og Garðar Stefánsson, með sæg af iðnaðarmönnum að leggja síðustu hönd á uppsetningu verksmiðjunnar. Þegar við svo mættum aftur á Reykhóla nú í desember var framleiðslan komin af stað, fjórir starfsmenn komnir í vinnu og flögusaltið farið að flæða í neytendapakkningar undir nafninu Norður. Saltið er komið í verslanir innanlands en aðalverkefnið er að koma því á erlendan markað. Það er ekki síst til að vekja áhuga Dana á saltinu sem þeir félagar ákváðu að kafa ofan í söguna, enda Sören á heimavelli. Á danska ríkisskjalasafninu grófu þeir upp gamla tilskipun frá árinu 1787 þar sem danska krúnan heitir þeim fjárstyrk sem kemur upp saltvinnslu á Reykhólum. Þeir félagar gerðust því svo djarfir og rituðu bréf til Danadrottningar í haust þar sem þeir röktu söguna til Friðriks fimmta Danakonungs og minntu á loforðið gamla um styrkinn. Bréfið var svo afhent Danadrottningu í heimsókn hennar til Íslands í síðasta mánuði ásamt pakka af flögusalti því til sönnunar að framleiðslan væri hafin. Og nú eru félagarnir búnir að fá svar frá dönsku hirðinni í Amalienborg. Ritari drottningar ber þar kveðjur frá Hennar hátign, drottningunni, sem þakkar kærlega fyrir flögusaltið og söguna áhugaverðu. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá svarbréfið og viðbrögð Garðars við svarinu. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ungu athafnamennirnir tveir, sem hófu saltvinnslu á Reykhólum í haust, og töldu sig af þeim sökum eiga rétt á fjárstyrk frá dönsku krúninni á grundvelli 220 ára gamals loforðs Danakonungs, eru nú búnir að fá svar frá Margréti Danadrottningu. Þegar við heimsóttum Reykhóla í vor voru félagarnir tveir, þeir Sören Rosenkilde og Garðar Stefánsson, með sæg af iðnaðarmönnum að leggja síðustu hönd á uppsetningu verksmiðjunnar. Þegar við svo mættum aftur á Reykhóla nú í desember var framleiðslan komin af stað, fjórir starfsmenn komnir í vinnu og flögusaltið farið að flæða í neytendapakkningar undir nafninu Norður. Saltið er komið í verslanir innanlands en aðalverkefnið er að koma því á erlendan markað. Það er ekki síst til að vekja áhuga Dana á saltinu sem þeir félagar ákváðu að kafa ofan í söguna, enda Sören á heimavelli. Á danska ríkisskjalasafninu grófu þeir upp gamla tilskipun frá árinu 1787 þar sem danska krúnan heitir þeim fjárstyrk sem kemur upp saltvinnslu á Reykhólum. Þeir félagar gerðust því svo djarfir og rituðu bréf til Danadrottningar í haust þar sem þeir röktu söguna til Friðriks fimmta Danakonungs og minntu á loforðið gamla um styrkinn. Bréfið var svo afhent Danadrottningu í heimsókn hennar til Íslands í síðasta mánuði ásamt pakka af flögusalti því til sönnunar að framleiðslan væri hafin. Og nú eru félagarnir búnir að fá svar frá dönsku hirðinni í Amalienborg. Ritari drottningar ber þar kveðjur frá Hennar hátign, drottningunni, sem þakkar kærlega fyrir flögusaltið og söguna áhugaverðu. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá svarbréfið og viðbrögð Garðars við svarinu.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira