Innlent

Ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Anna Kolbrún
Ekið var á gangandi vegfaranda við Fjarðarhraun í Hafnarfirði um tíu leytið í kvöld. Fjórir lögreglubílar, slökkviliðsbíll og sjúkrabíll voru sendir á staðinn.

Maðurinn sem ekið var á er á milli þrítugs og fertugs samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Maðurinn er alvarlega slasaður og hann var fluttur á slysadeild.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×