Innlent

Alvarleg líkamsárás í miðborginni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mynd/Valgarður Gíslason
Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild eftir alvarlega líkamsárás í Austurstræti um klukkan 4 í nótt. Ekki liggur fyrir hvað gerðist og enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Um klukkan 3 í nótt var tilkynnt um eld en útikerti hafði komist undir klæðningu á húsi við Laugaveg. Töluverðan reyk lagði frá klæðningu á húsinu sem er bárujárnsklætt timburhús.  Slökkviliðsmen rifu klæðningu frá og tryggðu að eldurinn væri slökktur.

Lögreglan stöðvaði ferð sex ökumanna í nótt vegna ölvunaraksturs. Einn ökumannanna var vistaður í fangageymslu eftir að hafa ekið utan í leigubifreið á Bústaðavegi. Á hafði leigubílstjóranum tekist að forða hörðum árekstri með því að víkja eins og hægt var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×