„Óréttlætið og misskipting er allsráðandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2013 16:50 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar Mynd / Völundur Jónsson Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga, er ekki par ánægður með nýja kjarasamninga sem undirritaðir voru í gærkvöldi. Fimm af nítján félögum í Starfsgreinasambandinu ákváðu að skrifa ekki undir samninginn og vildi talsmenn þeirra sambanda meina að samningurinn væri ekki boðlegur. „Ég er svo sorgmæddur og reiður fyrir hönd íslensks verkafólks að það nær engu tali. Mér sýnist að íslensk verkalýðshreyfing sé endanlega að deyja drottni sínum vegna kjarkleysis og aumingjadóms,“ segir Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu. „Í fyrsta lagi fórum við fram með kröfu um að lágmarkstaxtar verkafólks myndu hækka um 20.000 kr. sem hefði þýtt að lægsti taxti hefði farið úr 191.000 kr. í 211.000 kr. Þetta fannst mér meira segja afar hógvær krafa. Þessi samningur sem núna er verið að undirrita þýðir að lágmarkstaxtinn fer einungis uppí 201.000 kr. og hækkar því um 9.750 kr.“ „Í örðu lagi þá er ekki gert ráð fyrir að lágtekjufólk með tekjur undir 250.000 kr. fái neinar skattalækkanir en á sama tíma á hátekjufólk með t.d. 1 milljón eða meira að fá skattalækkun á ársgrundvelli í kringum 42 þúsund.“ „Í þriðja lagi þá er ASÍ og Samtök atvinnulífsins búin að skuldbinda alla þá sérkjarasamninga sem aðildarfélög ASÍ eiga eftir að gera til að hlíta sömu launahækkunum sem verið er að semja um núna. Þetta þýðir t.d. að allir stóriðjusamningarnir og fiskmjölssamningar sem á eftir að gera eru bundnir af þessum skammarlega samningi.“ „Skoðum aðeins hvað þýðir þessi samningur t.d. fyrir fiskvinnslukonu sem hefur starfað í 30 ár í greininni. Jú, hún fær 9.750 kr. hækkun á mánuði sem gerir í vasann í kringum 5.700 kr. Þessi fiskvinnslukona nær ekki 250.000 kr. í heildarlaun á mánuði og fær því enga skattalækkun. Þessi kona fær því í vasann á heilu ári heilar 68.000 kr.“ „Skoðum síðan hvað maður sem er með 2,2 milljón í laun fær úr þessum samningi en það eru launakjör sem eru nærri lagi þeim sem framkvæmdastjóri SA er með. Þessi einstaklingur hækkar um 61.600 kr.á mánuði og þessi einstaklingur fær líka skattalækkun uppá um 3.500 kr. á mánuði eða sem nemur 42.000 kr. á ári. Að frádregnum sköttum þá skilar þetta í vasann um 40.000 kr. á mánuði. Lágtekjufólkið fær 5.600 kr. í vasann.“ „Hátekjufólkið er að fá bara í skattlækkun 42.000 kr. á ári á meðan lágtekjufólkið fær enga skattalækkun en launahækkunin skilar litlu meira en skattalækkun hátekjufólksins eða 68.000 kr.“ „Óréttlætið og misskipting er allsráðandi og ég fer ekki ofan af því að íslensk verkalýðshreyfing hefur brugðist þessu fólki illilega og er því nánast að deyja drottni sínum. Því segi ég blóm og kransar eru af þakkaðir en þeir sem vilja minnast verkalýðshreyfingarinnar er bent á að styrkja lágmarkstaxta verkafólks.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga, er ekki par ánægður með nýja kjarasamninga sem undirritaðir voru í gærkvöldi. Fimm af nítján félögum í Starfsgreinasambandinu ákváðu að skrifa ekki undir samninginn og vildi talsmenn þeirra sambanda meina að samningurinn væri ekki boðlegur. „Ég er svo sorgmæddur og reiður fyrir hönd íslensks verkafólks að það nær engu tali. Mér sýnist að íslensk verkalýðshreyfing sé endanlega að deyja drottni sínum vegna kjarkleysis og aumingjadóms,“ segir Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu. „Í fyrsta lagi fórum við fram með kröfu um að lágmarkstaxtar verkafólks myndu hækka um 20.000 kr. sem hefði þýtt að lægsti taxti hefði farið úr 191.000 kr. í 211.000 kr. Þetta fannst mér meira segja afar hógvær krafa. Þessi samningur sem núna er verið að undirrita þýðir að lágmarkstaxtinn fer einungis uppí 201.000 kr. og hækkar því um 9.750 kr.“ „Í örðu lagi þá er ekki gert ráð fyrir að lágtekjufólk með tekjur undir 250.000 kr. fái neinar skattalækkanir en á sama tíma á hátekjufólk með t.d. 1 milljón eða meira að fá skattalækkun á ársgrundvelli í kringum 42 þúsund.“ „Í þriðja lagi þá er ASÍ og Samtök atvinnulífsins búin að skuldbinda alla þá sérkjarasamninga sem aðildarfélög ASÍ eiga eftir að gera til að hlíta sömu launahækkunum sem verið er að semja um núna. Þetta þýðir t.d. að allir stóriðjusamningarnir og fiskmjölssamningar sem á eftir að gera eru bundnir af þessum skammarlega samningi.“ „Skoðum aðeins hvað þýðir þessi samningur t.d. fyrir fiskvinnslukonu sem hefur starfað í 30 ár í greininni. Jú, hún fær 9.750 kr. hækkun á mánuði sem gerir í vasann í kringum 5.700 kr. Þessi fiskvinnslukona nær ekki 250.000 kr. í heildarlaun á mánuði og fær því enga skattalækkun. Þessi kona fær því í vasann á heilu ári heilar 68.000 kr.“ „Skoðum síðan hvað maður sem er með 2,2 milljón í laun fær úr þessum samningi en það eru launakjör sem eru nærri lagi þeim sem framkvæmdastjóri SA er með. Þessi einstaklingur hækkar um 61.600 kr.á mánuði og þessi einstaklingur fær líka skattalækkun uppá um 3.500 kr. á mánuði eða sem nemur 42.000 kr. á ári. Að frádregnum sköttum þá skilar þetta í vasann um 40.000 kr. á mánuði. Lágtekjufólkið fær 5.600 kr. í vasann.“ „Hátekjufólkið er að fá bara í skattlækkun 42.000 kr. á ári á meðan lágtekjufólkið fær enga skattalækkun en launahækkunin skilar litlu meira en skattalækkun hátekjufólksins eða 68.000 kr.“ „Óréttlætið og misskipting er allsráðandi og ég fer ekki ofan af því að íslensk verkalýðshreyfing hefur brugðist þessu fólki illilega og er því nánast að deyja drottni sínum. Því segi ég blóm og kransar eru af þakkaðir en þeir sem vilja minnast verkalýðshreyfingarinnar er bent á að styrkja lágmarkstaxta verkafólks.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira