Innlent

Rokkstjörnur selja varning á Dillon

Það er mikil stemmning í miðbænum og víða spretta upp jólamarkaðir. Inni á rokkbarnum Dillon má nú finna einn slíkan sem söngvarinn Krummi Björgvinsson fer fyrir.

Markaðurinn, sem opin er fram á kvöld, er fjölbreyttur og afar skemmtilegur.

Krummi var langt frá því að vera eina rokkstjarnan á staðum því fyrir þau sem muna eftir hljómsveitinni Fídel og Bisund mátti finna gítarleikara bandanna, sjálfan fjölmiðlamanninn Andra Frey Viðarsson, sem hyggst koma broti af glæstu plötusafni í verð. „Tvöhundruð kall stykkið, fyrir þau sem þurfa að kaupa tíu jólagjafir er hægt að koma hingað og gera það fyrir tvöþúsundkall,“ sagði Andri. 

Í meðfylgjandi myndskeiði úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá viðtal við þá Krumma og Andra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×