Innlent

Lítil breyting á fylgi ríkisstjórnarinnar eftir skuldaaðgerðirnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fylgi ríkisstjórnarinnar breytist lítið.
Fylgi ríkisstjórnarinnar breytist lítið. mynd/gva
Vinsældir ríkisstjórnarinnar aukast lítillega ef marka má nýjan þjóðarpúls Capacent Gallup. Skuldaaðgerðirnar sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði hafa því ekki haft mikil áhrif á stuðning stjórnarflokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25% fylgi, tveimur prósentustigum minna en í síðustu könnun. 

Framsóknarflokkurinn er með rúmlega 16% fylgi sem er lítil aukning og langt frá því sem flokkurinn fékk í Alþingiskosningunum í vor.

Könnunin var gerð á tímabilinu 1. – 19. desember.

48% styðja ríkisstjórnina sem er þremur prósentstigum meira en í síðasta mánuði.

Úrtak könnunarinnar var rúmlega 4.400 manns og svarhlutfallið tæplega 61%. Af þeim tóku 80% afstöðu, 12% neituðu að svara eða tóku ekki afstöðu og 8% sögðust ætla að skila auðu eða kjósa ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×