Innlent

Ein dýpsta lægð sem sést hefur á Norður-Atlantshafi á aðfangadag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Búast má við gríðarlegum stormi á aðfangadag.
Búast má við gríðarlegum stormi á aðfangadag.
Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að vindstrengurinn sem kemur til Íslands á aðfangadag fylgi einni dýpstu lægð sem sést hafi á Norður-Atlantshafi. Hún geti orðið sú dýpsta það sem af er 21. öldinni.

Trausti fjallað um málið á bloggsíðu sinni en þar segir hann  að um tvö vindstrengi sé um að ræða sem koma til landsins á aðfangadag.

„Annar kemur úr norðri - breiðist frá Grænlandssundi og inn á land að kvöldi Þorláksmessu. Hinn kemur úr suðaustri síðdegis á aðfangadag og fylgir einni dýpstu lægð sem sést hefur á Norður-Atlantshafi - hún gæti orðið sú dýpsta það sem af er 21. öldinni.“

Ofurlægðin er í suðurjaðri kortsins sem sést á meðfylgjandi mynd.

„Þar sést það sem sést nærri því aldrei - að 925 hPa flöturinn er við það að snerta jörð. Yfirleitt er hann í mörg hundruð metra hæð - ef maður hefur ekki græna glóru er giskað á 600 metra. Grænlandssundsstrengurinn nær hér inn á Vestfirði með sínum 30 til 35 m/s í fjallahæð. Meira er að bætast í kalda loftið úr norðri þannig að strengurinn breiðir úr sér. Þetta loft er þó ekki sérlega kalt miðað við uppruna - en er kólnandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×