Innlent

Íslenska fjölskyldan kemst heim fyrir jólin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ágúst Ágústsson, Herdís Baldvinsdóttir og dóttir þeirra komust loks á leiðarenda.
Ágúst Ágústsson, Herdís Baldvinsdóttir og dóttir þeirra komust loks á leiðarenda. mynd / skjáskot.
Ágúst Ágústsson og Herdís Baldvinsdóttir komast að öllum líkindum heim um jólin frá Danmörku en fjölskyldan hefur verið búsett í Óðinsvéum.

Sprengjuhótun barst á lestarstöðina í bænum og handtók lögreglan í kjölfarið um fertugan karlmann sem er grunaður að hafa hringt inn með hótunina en danski miðillinn Berlingske tidende greinir frá.

Lestarstöðin var strax rýmd og var því óljóst á tíma hvort íslenska fjölskyldan kæmist í tæka tíð til Kaupmannahafnar í flugið heim til Íslands.

Þau hjónin og dóttir þeirra komust samt sem áður á Kastrup flugvöllinn í höfuðborginni og lenda á Íslandi í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×