Innlent

Voru tvo tíma að ná kisu niður úr tré í Seljahverfi

Slökkviliðið var kallað til í Seljahverfi í gærkvöldi til þess að ná ketti niður úr tré. Kisi hafði farið upp í tréð um klukkan fjögur síðdegis í gær og hafði því verið þar í nokkra klukkutíma þegar sérfræðingar voru kallaðir til að ná honum niður.

Það gekk þó ekki þrautalaust þar sem kötturinn hafði klifrað svo hátt upp í trjátoppinn að stigi slökkviliðsmannanna náði ekki alla leið.

Það tók því um tvo klukkutíma að komast að kisa, með framlengingu á stiganum og slíkum kúnstum. Það tókst þó að lokum og komst dýrið á jörðina heilt á húfi, en afar viðskotaillt, og kunni hann slökkviliðsmönnunum litlar þakkir fyrir björgunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×