Innlent

Reyndi að þurrka buxurnar í örbylgjuofni - slökkviliðið kallað til

Slökkviliðið var kallað út vegna reyks í íbúð á Funahöfða í gærkvöldi. Lögreglan varð reyndar á undan á staðinn og afboðaði þá slökkviliðið enda engin hætta á ferðum.

Upptök reyksins voru í eldhúsi í íbúði einni í hverfinu, þar sem einhverjum hafði dottið það snjallræði í hug að reyna að þurrka blautar buxur í örbylgjuofninum.

Lögregla og slökkvilið ráða mönnum eindregið frá því að nota örbylgjuofna til nokkurs annars en að hita í þeim matvæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×