Lífið

Moses Hightower tekur lag eftir Einar Bárðarson

Ugla Egilsdóttir skrifar
Einar Bárðarson.
Einar Bárðarson. Fréttablaðið/GVA
Einar Bárðarson segir frá því á facebook að strákarnir í Moses Hightower hafi haft samband við sig til að spyrja hvort þeir mættu taka upp á sína arma jólalagið „Handa þér,“ sem Einar Ágúst og Gunni Óla gerðu frægt. Lagið er eftir Einar Bárðarson. Hann segist vera flatteraður yfir því að unga kynslóðin sýni laginu áhuga, en ekki síst vegna þess að Moses Hightower er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Þetta er jólagjöfin mín í ár,“ segir Einar. Lagið verður flutt á hátíðartónleikum Moses Hightower, Ylju og Snorra Helgasonar í Gamla bíó laugardaginn 28. desember. 

Hér er hægt að panta miða á tónleikana, og hér er hægt að hlusta á lagið í útgáfu Einars Ágústar og Gunna Óla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.