Lífið

Pepsi Max í jólagjöf

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Greta Salóme með brot af birgðunum.
Greta Salóme með brot af birgðunum. Mynd/Einkasafn
„Þessi grein sem fjallaði um að aspartam sé ekki skaðlegt og einnig um Pepsi Max fíknina mína, vakti svo mikla athygli að Ölgerðin hafði samband við mig og vildi gefa mér ársbirgðir af Pepsi Max," segir tónlistarkonan og Pepsi max unnandinn Greta Salóme sem fékk óvæntan jólaglaðning frá Ölgerðinni.

Um er að ræða tugi lítra af Pepsi Max. „Ég get allavega ekki hætt að drekka Pepsi Max næsta árið," segir Greta Salóme létt í lundu.

Hún hefur haft í nægu að snúast í desember og hefur tekið þátt í um það bil 40 tónleikum og verkefnum út um land allt. „Það hefur verið nóg að gera í tónlistinni en nú er ég komin í smá pásu og get því loksins farið í ræktina," bætir Greta Salóme við, en hún hefur ávallt verið virk í líkamsræktinni.

Hún ætlar að borða hamborgarhrygg á aðfangadag. „Hamborgarhryggurinn er orðinn fastur liður hjá mér, ásamt súkkulaði frómasnum sem mamma gerir." Hún gerir ráð fyrir að fá sér Pepsi Max með steikinni. „Það er bara í undantekninga tilfella sem ég fæ mér jólaöl í stað Pepsi Max."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.