Innlent

Þorláksmessutónleikar Bubba í beinni á Bylgjunni og Vísi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða í beinni útsendingu á Bylgjunni og Vísi klukkan 22 í kvöld en þeir fara fram í Hörpu.

Bubbi Morthens hefur um árabil haldið þessa tónleika seint á Þorláksmessukvöld og mörg undanfarin ár hefur Bylgjan útvarpað þeim enda selst upp á þennan flotta viðburð á augabragði og því kærkomið fyrir alla Bubba aðdáendur að stilla inn á 98,9 eða nálgast útsendinguna á vef Vísis, hér.

Gríðarleg hefð hefur skapast fyrir tónleikunum en Bubbi hefur haldið Þorláksmessutónleika í tæp 30 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×