Innlent

Rafmagnslaust á Vestfjörðum í nótt

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Mynd/Pjetur
Rafmagnslaust var á Vestfjörðum í gærkvöldi, á Ísafirði og í Bolungarvík en það stóð þó stutt yfir.

Vonskuveður hefur gengið yfir landshlutann og samkvæmt spám mun það versna í dag.

Starfsmenn Orkubús Vestfjarða munu fylgjast náið með gangi mála en fólk er beðið að hlaða endurhlaðanleg raftæki og hafa vasaljós eða aðra ljósgjafa við höndina.

Ef þörf krefur mun Orkubúið koma frekari upplýsingum um stöðu mála á Vestfjörðum til skila í gegnum Facebook-síðu sína og á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×