Lífið

Heimilislaus tík sem var bjargað sýndi þakklæti sitt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hundavinasamtökum í Bandaríkjunum barst ábending um tík sem bjó á ruslahaugum og var í mjög slæmu ásigkomulagi. Fólk frá samtökunum fór og náði í tíkina. Þau gáfu henni að borða, þrifu hana og hjúkruðu henni.

Myndband sem sýnir björgunina og hvernig tíkin braggast hefur vakið ótrúlega mikla athygli á internetinu.

Tíkin fékk nafnið Miley. Hún var mjög illa farin og það tók hana nokkrar vikur að jafna sig. Þegar henni fór að líða betur sýndi hún fólkinu sem bjargaði henni þakklæti sitt eins og sjá má á myndbandinu. Hún hitti svo hundinn Frankie sem hafði verið bjargað úr frárennslisröri og sá var hræddur við allt og alla. En Miley tók Frankie litla undir sinn verndarvæng og þau urðu góðir vinir.

Þessa fallegu sögu smá sjá í myndbandi hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.