Innlent

Átta jólabörn

Boði Logason skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. mynd/vilhelm
Átta jólabörn fæddust á Landspítalanum frá því klukkan sex í gærkvöldi. Fimm börn komu í heiminn í Hreiðrinu, og þrjú á fæðingardeild spítalans. Mörg börn fæddust einnig á Þorláksmessu.

Að sögn ljósmóður í Hreiðrinu var nóg að gera í gærkvöld og í nótt.

Mikil jólastemming er nú í Hreiðrinu, nýbakaðir foreldrar fá gott að borða, nóg af konfekti og jólaöli. Flestir vilja drífa sig heim sem fyrst til að vera með fjölskyldum sínum yfir hátíðarnar.

Nýbökuðu mæðrunum og börnunum heilast vel. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×