Innlent

Svæði 9 rýmt á Ísafirði vegna snjóflóðahættu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Úr safni frá Ísafirði.
Úr safni frá Ísafirði. mynd/Halldór Sveinbjörnsson
Hættustigi hefur verið lýst yfir á reiti 9 á Ísafirði  og svæðið hefur verið rýmt. Á reitnum er engin búseta en á honum eru atvinnuhúsnæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Snjósöfnun hefur verið stöðug í hvössum norðlægum áttum undanfarna daga og útlit fyrir að svo verði áfram.

Áfram verður fylgst náið með ástandi snjóalaga og veðri og gripið til frekari aðgerða ef þurfa þykir.

Á norðan- og austanverðu landinu hefur einnig snjóað mikið í hvössum vindi og má búast við að snjóflóð geti fallið til fjalla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×