Lífið

Pöbbkviss úr Hermione Granger bókunum

Ugla Egilsdóttir skrifar
Hildur Knútsdóttir, rithöfundur.
Hildur Knútsdóttir, rithöfundur.
 Hildur Knútsdóttir verður spyrill í Hermione Granger pöbbkvissi á vegum Femínistafélags Íslands í kvöld. „Þetta er pöbbkviss úr Harry Potter bókunum, eða Hermione Granger bókunum. Sumir vilja meina að hún sé aðalpersónan í bókunum,“ segir Hildur.

„Ég er nýbúin að skrifa ritgerð um Hermione í bókmenntafræði og ég á heila fræðibók sem fjallar um það að Hermione sé mesta hetjan í sögunum. Það er yfirleitt hún sem bjargar málunum. Í Deathly Hallows þá er það hún sem gefst aldrei upp, og Harry hefði aldrei getað þetta án hennar.“

Spurningarnar í pöbbkvissinu verða misþungar. „Sumar eru fyrir kasúal lesendur, en svo verða nokkrar svolítið erfiðar.“

Hildur er mikill Harry Potter aðdáandi, og hefur lesið allar bækurnar margoft. „Ég hef nú aldrei mætt í búð í búning eða neitt þannig. Ég á engan Harry Potter búning, og heldur engan búning fyrir neina aðra persónu í bókunum. Ég átti samt einu sinni Harry Potter náttföt, en ég týndi þeim.

Ég elska bækurnar. Ég hef verið að læra önnur tungumál og þá lesið Harry Potter til að læra tungumálið betur. Hef til dæmis lesið Harry Potter bækur á spænsku og þýsku. Þá hjálpar að hafa lesið bækurnar áður á íslensku.“

Pöbbkvissið hefst klukkan 20 í kvöld, föstudaginn 27. desember, á Bravó sem er á Laugavegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.