Búið að ákveða að ég gæti ekki gert hlutina Hrund Þórsdóttir skrifar 27. desember 2013 20:00 Vetrarhæfileikarnir 2013 fóru fram í Borgarleikhúsinu í morgun, við setningu átaks sem ætlað er að auka vitund almennings um styrkleika fatlaðs fólks. Félagsmenn hagsmunasamtaka mættu í Borgarleikhúsið til að hleypa átakinu af stokkunum, en þau standa að því ásamt Réttindavakt Velferðarráðuneytisins. Fram kom að fatlaðir hafa margt að gefa, rétt eins og allir aðrir. „Við þurfum bara að koma auga á það og við vonumst til þess að þetta átak sem við erum að fara út í nái að draga úr staðalímyndum um fatlað fólk því fatlað fólk er hæfileikabúnt eins og annað fólk og fyrst og fremst fólk þegar upp er staðið,“ segir Halldór Gunnarsson, starfsmaður Réttindavaktar Velferðarráðuneytisins. Fjórir listamenn sýndu færni sína á Vetrarhæfileikunum. Enginn, eða raunar allir, voru sigurvegarar í þessari óvenjulegu hæfileikakeppni og þriggja manna dómnefnd sýndi ánægju sína í verki, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þá voru sex nýjar sjónvarpsauglýsingar frumsýndar. Uppistandarinn Bergvin Oddsson, eða Beggi blindi eins og hann er kallaður, leikur í einni þeirra og hann segir hræðslu ríkja við að hleypa fötluðum inn í atvinnulífið og jafnvel í skóla á framhalds- og háskólastigi. „Svona átak eins og við erum að byrja með í dag verður vonandi til þess að hvetja fatlaða til að stíga fram og vera ófemnir. Vonandi verður þetta líka til vitundarvakningar meðal almennings og vekur kannski atvinnurekendur til umhugsunar um að gefa fötluðum einstaklingum tækifæri til að vinna,“ segir Beggi. Hann hefur reynt þessa hræðslu á eigin skinni. „Þegar ég var unglingur sóttist ég eftir sumarvinnu á leikskóla í mínum heimabæ í Vestmannaeyjum, en þá sagði atvinnumálafulltrúi fatlaðra: „Nei, þú getur það ekki Bergvin minn, þú gætir labbað á börnin“. Þarna var búið að ákveða að ég gæti ekki gert hlutina í staðinn fyrir að prófa það,“ segir Beggi. Þess má geta að hann hafði á sínum tíma sjálfur samband við leikskólastjóra sem gaf honum tækifæri og starf hans á leikskólanum gekk vel. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Vetrarhæfileikarnir 2013 fóru fram í Borgarleikhúsinu í morgun, við setningu átaks sem ætlað er að auka vitund almennings um styrkleika fatlaðs fólks. Félagsmenn hagsmunasamtaka mættu í Borgarleikhúsið til að hleypa átakinu af stokkunum, en þau standa að því ásamt Réttindavakt Velferðarráðuneytisins. Fram kom að fatlaðir hafa margt að gefa, rétt eins og allir aðrir. „Við þurfum bara að koma auga á það og við vonumst til þess að þetta átak sem við erum að fara út í nái að draga úr staðalímyndum um fatlað fólk því fatlað fólk er hæfileikabúnt eins og annað fólk og fyrst og fremst fólk þegar upp er staðið,“ segir Halldór Gunnarsson, starfsmaður Réttindavaktar Velferðarráðuneytisins. Fjórir listamenn sýndu færni sína á Vetrarhæfileikunum. Enginn, eða raunar allir, voru sigurvegarar í þessari óvenjulegu hæfileikakeppni og þriggja manna dómnefnd sýndi ánægju sína í verki, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þá voru sex nýjar sjónvarpsauglýsingar frumsýndar. Uppistandarinn Bergvin Oddsson, eða Beggi blindi eins og hann er kallaður, leikur í einni þeirra og hann segir hræðslu ríkja við að hleypa fötluðum inn í atvinnulífið og jafnvel í skóla á framhalds- og háskólastigi. „Svona átak eins og við erum að byrja með í dag verður vonandi til þess að hvetja fatlaða til að stíga fram og vera ófemnir. Vonandi verður þetta líka til vitundarvakningar meðal almennings og vekur kannski atvinnurekendur til umhugsunar um að gefa fötluðum einstaklingum tækifæri til að vinna,“ segir Beggi. Hann hefur reynt þessa hræðslu á eigin skinni. „Þegar ég var unglingur sóttist ég eftir sumarvinnu á leikskóla í mínum heimabæ í Vestmannaeyjum, en þá sagði atvinnumálafulltrúi fatlaðra: „Nei, þú getur það ekki Bergvin minn, þú gætir labbað á börnin“. Þarna var búið að ákveða að ég gæti ekki gert hlutina í staðinn fyrir að prófa það,“ segir Beggi. Þess má geta að hann hafði á sínum tíma sjálfur samband við leikskólastjóra sem gaf honum tækifæri og starf hans á leikskólanum gekk vel.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira