Lífið

Will Ferrell um að vinna með Kanye West

Kanye West og Will Ferrell unnu saman að kvikmyndinni Anchorman 2: The Legend Continues, þar sem rapparinn birtist stuttlega í mynd. 

Ferrell var spurður um samstarfið í spjallþættinum Jonathan Ross Show.

„Það var óraunverulegt að vera með Kanye á settinu. Hann vann með okkur í tvo heila tökudaga,“ sagði Ferrell. „Hann var mikið að spila nýju lögin sín, aftur og aftur. Meira að segja í tökum var hann að spila lögin,“ bætti hann við.

„Lögin“ sem Ferrell vísar í eru þau sem eru á nýjustu plötu rapparans Yeezus, en hún kom út í maí, á svipuðum tíma og West lék hlutverk sitt í Anchorman 2. 

Þeir sem unnu að myndinni voru of hrædd til að biðja Kanye um að hætta að spila tónlistina á settinu.

„Við fengum einhvern átján ára starfsnema til að biðja hann um að lækka,“ sagði Ferrell, meira í gríni en af alvöru.

„Svo var hann bara þarna hjá okkur, meira að segja eftir að við sögðum honum að hann væri búinn. Hann sagði bara nei, nei og hélt sig bak við myndavélarnar þar sem hann eyddi tíma í að rífast við annað fólk og svona,“ sagði Ferrell, léttur í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.