Innlent

Tímamótasamkomulag um gjaldtöku af makrílveiðum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Helgi Hjörvar formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir það vera tímamótasamkomulag að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi hafi samþykkt að skoða gjaldtöku af makrílveiðum.

Í samkomulagi forystumanna stjórnamálaflokka á Alþingi í gær er gert ráð fyrir því að skipuð verði þverpólitísk nefnd sem á skoða gjaldtöku á nýjar tegundir í íslenskri lögsögu.

Helgi Hjörvar tók málið upp á Alþingi í dag og sagði að um tímamótasamkomulag væri að ræða.

„Það eru tímamót að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi samþykkja að skoða gjaldtöku á nýjar tegundir í þverpólitískri nefnd. Þar er auðvitað átt við makrílinn. Tekjur af því eiga að geta skilað sér þegar árið 2014. Það er mikilvægt að við náum þjóðarsátt um gjaldtöku af nýjum tegundum í lögsögu Íslands. Þegar makríllinn er annars vegar þá eiga ekki við nein sjónarmið um það að menn hafi skuldsett sig til kvótakaupa í þeirri tegund. Íslenskur almenningur á rétt á arðinum af makríl. Óskiptum auðlindaarðinum í ríkissjóð til þess að unnt sé að efla hér velferð, bæta kjör og létta byrðar almennings,“ sagði Helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×