Atvinnurekendur þverari fyrir en nokkru sinni áður Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2013 13:01 Formaður starfsgreinasambandsins segir gott að ríkisstjórnin hafi verið hrakin til baka með áform um að greiða atvinnulausum ekki desemberuppbót. Líkur á kjarasamningum hafi þó ekki aukist. Formaður Starfsgreinasambandsins segir jákvætt að ríkisstjórnin hafi verið hrakin til baka með fyrirætlanir hennar um að greiða ekki desemberuppbót til atvinnulausra og legjugjöld á sjúkrahúsum, en meira þurfi til að liðka fyrir kjarasamningum. Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar hefur sagt að stjórnvöld þurfi að koma að borðinu ef takast eigi að gera kjarasamninga til langs tíma. En undanfarna mánuði hefur verið reynt að koma saman skamtímasamningi til eins árs með það fyrir augum að hefja nú þegar undirbúning langtímasamninga. Upp úr þeim viðræðum hefur nú slitnað. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir jákvætt að ákveðið hafi verið að greiða atvinnulausum desemberuppbót þótt það eitt og sér stuðli ekki að gerð kjarasamninga. „Mér finnst þessi umræða um það hvort atvinnulausir ættu að fá desemberuppbót eða ekki vera út í hött. Auðvitað hefðu stjórnvöld átt að koma með þetta strax. Þetta er bara sjálfsagt mál. En ég sé ekki að þetta smyrji eitthvað sérstaklega málefnin til að samningar takist,“ segir Björn. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar lögðust líka mjög hart gegn innheimtu legugjalda á sjúkrahúsum og sögðu þau koma verst við þá sem lægst hefðu launin, þegar síst skyldi. „Þannig að þetta er auðvitað jákvætt skref. En svo getum við deilt um það hvort menn hefðu í upphafi átt að reyna að sækja peninga til þeirra sem minna hafa. Það er það sem mér finnst að ríkisstjórnin hafi reynt að gera og fínt að það er búið að hrekja hana til baka með þetta,“ segir Björn. Þrátt fyrir þetta er Björn hins vegar ekki bjartsýnn á gerð kjarasamninga á næstunni, en Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Landssamband verslunarmanna slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins á mánudag. Hann telur ekki líklegt að samið verði fyrir áramót. „Nei, því miður. Ég held að ég hafi ekki kynnst annarri eins stífni af hálfu atvinnurekenda áður á mínum ferli. Mér finnst þeir vera þverari en þeir hafa nokkru sinni verið,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins segir jákvætt að ríkisstjórnin hafi verið hrakin til baka með fyrirætlanir hennar um að greiða ekki desemberuppbót til atvinnulausra og legjugjöld á sjúkrahúsum, en meira þurfi til að liðka fyrir kjarasamningum. Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar hefur sagt að stjórnvöld þurfi að koma að borðinu ef takast eigi að gera kjarasamninga til langs tíma. En undanfarna mánuði hefur verið reynt að koma saman skamtímasamningi til eins árs með það fyrir augum að hefja nú þegar undirbúning langtímasamninga. Upp úr þeim viðræðum hefur nú slitnað. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir jákvætt að ákveðið hafi verið að greiða atvinnulausum desemberuppbót þótt það eitt og sér stuðli ekki að gerð kjarasamninga. „Mér finnst þessi umræða um það hvort atvinnulausir ættu að fá desemberuppbót eða ekki vera út í hött. Auðvitað hefðu stjórnvöld átt að koma með þetta strax. Þetta er bara sjálfsagt mál. En ég sé ekki að þetta smyrji eitthvað sérstaklega málefnin til að samningar takist,“ segir Björn. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar lögðust líka mjög hart gegn innheimtu legugjalda á sjúkrahúsum og sögðu þau koma verst við þá sem lægst hefðu launin, þegar síst skyldi. „Þannig að þetta er auðvitað jákvætt skref. En svo getum við deilt um það hvort menn hefðu í upphafi átt að reyna að sækja peninga til þeirra sem minna hafa. Það er það sem mér finnst að ríkisstjórnin hafi reynt að gera og fínt að það er búið að hrekja hana til baka með þetta,“ segir Björn. Þrátt fyrir þetta er Björn hins vegar ekki bjartsýnn á gerð kjarasamninga á næstunni, en Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Landssamband verslunarmanna slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins á mánudag. Hann telur ekki líklegt að samið verði fyrir áramót. „Nei, því miður. Ég held að ég hafi ekki kynnst annarri eins stífni af hálfu atvinnurekenda áður á mínum ferli. Mér finnst þeir vera þverari en þeir hafa nokkru sinni verið,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira