Innlent

Hundur skilinn eftir í kassa í ruslageymslu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hundur skilinn eftir í ruslageymslu í Reykjanesbæ.
Hundur skilinn eftir í ruslageymslu í Reykjanesbæ.
Hundur var skilinn eftir í kassa í ruslageymslu í Reykjanesbæ.

Íbúi í bænum kom á lögreglustöðina í Keflavík í gærmorgun og tjáði lögreglunni á Suðurnesjum að hann hefði fundið hund  í kassa í ruslageymslu.

Kvað hann hundinn vera á lífi en greinilegt væri að hann hefði verið skilinn þarna eftir.

Lögreglumenn sóttu hundinn og hundafangari mætti síðan á lögreglustöðina og sótti hann.

Þegar blaðamaður Vísis hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vildi starfsmaður ekki tjá sig um málið en staðfesti engu að síður að hundurinn væri í vörslu þeirra. Nú yrði reynt að hafa upp á eigandanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×