Innlent

Vilborg ákærð meðan hún klífur hæsta tind Suðurskautslandsins

Vilborg Arna á Suðurpólnum árið 2012
Vilborg Arna á Suðurpólnum árið 2012
Þingfesting fer fram í Héraðsdómi suðurlands á morgun í máli sýslumannsins á Hvolsvelli gegn göngugarpinum og pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur.

Vilborg er ákærð fyrir umferðalagabrot en ekki hefur tekist að birta Vilborgu sektina og því hefur málið ratað fyrir dómstóla. 

Vilborg er nú á Suðurskautslandinu að klífa tind Vinson-Massif en tindurinn er sá hæsti á Suðurskautslandinu, 4.897 metra hár. Ferðin á Suðurskautslandið er partur af sjö-tinda verkefni Vilborgar Örnu sem felst í því að klífa hæsta tind hverrar heimsálfu. Verkefnið hófst í maí á þessu ári og hefur Vilborg haft í nógu að snúast í kringum sjö-tinda verkefnið. Hraðasektin hefur því líklega farið fyrir ofan garð og neðan hjá pólfaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×