Innlent

Lögreglan lýsir eftir bíl sem var stolið í nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hvítum Ford Transit 350 Tourneo, árgerð 2011, en honum var stolið frá bílasölu við Malarhöfða í Reykjavík í nótt.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar.

Engin skráningarnúmer voru á bifreiðinni, sem hafði ekki verið nýskráð.

Til glöggvunar má nefna að á vinstra afturhorni bílsins er lítil dæld með dökkum lit, líkt og sýnt er með rauðu örinni á meðfylgjandi mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×