Innlent

Strætó fór útaf á leið sinni milli Húsavikur og Akureyrar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vagn á leið 79, á vesturleið á milli Húsavíkur og Akureyrar, fór út af Norðausturvegi rétt við gatnamótin við Hringveginn um klukkan 14.30 í dag.

Fjórir farþegar voru í vagninum en enginn slasaðist og verið er að vinna í því að koma farþegum til Akureyrar.

Óvíst er um skemmdir á vagninum. Hált er á þessum slóðum og talið er að vindhviða hafi feykt vagninum af veginum.

Ekki verða fleiri ferðir á þessari leið í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×