Innlent

Meira en sólarhringstöf á flugi Icelandair

Elimar Hauksson skrifar
Farþegar urðu fyrir talsverður óþægindum vegna bilunarinnar en þeir síðustu koma ekki heim fyrr en í kvöld.
Farþegar urðu fyrir talsverður óþægindum vegna bilunarinnar en þeir síðustu koma ekki heim fyrr en í kvöld.
Vélarbilun setti strik í reikninginn hjá farþegum Icelandair í gær en vélarbilun í flugvél félagsins í London olli því að farþegar töfðust um meira en sólarhring.

Farþegi sem Vísir hafði samband við segist hafa átt bókað flug frá London til Íslands í hádeginu í gær, flugið verði hins vegar ekki farið fyrr en í kvöld. Þrátt fyrir að Icelandair hafi útvegað hótelgistingu þá hafi töfin sett töluvert strik í reikninginn.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir flug í dag hafa gengið þokkalega þrátt fyrir að veður bæði hér og erlendis hafi tafið svolítið. 



„Það varð seinkun á flugi hjá okkur vegna vélarbilunar í London. Sumir farþegar komust með flugi í gærkvöldi frá okkur en aðrir í dag. Þeir síðustu koma svo í kvöld," segir Guðjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×