Innlent

Hurðaskellir skellti hurðum í Þjóðminjasafninu í dag

Elimar Hauksson skrifar
Það var mikið fjör í Þjóðminjasafninu í dag þegar Hurðaskellir kom í heimsókn til að syngja og spjalla við börnin sem voru viðstödd.

Jólasveinarnir mæta klukkan 11 í Þjóðminjasafnið alla daga fram að jólum, alveg þangað til á aðfangadag þegar Kertasníkir kemur í heimsókn. Grýla og Stúfur mættu saman í Þjóðminjasafnið en Skyrgámur kemur til byggða á morgun og má búast við öðru eins fjöri þegar hann kemur í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×