Innlent

Brotleg fjarskiptafyrirtæki verða ekki sektuð

Elimar Hauksson skrifar
Hlutverk stofnunarinnar er að setja reglur og veita ráðgjöf um varnir en felst ekki í beinu eftirliti með netvörnum fjarskipafyrirtækja.
Hlutverk stofnunarinnar er að setja reglur og veita ráðgjöf um varnir en felst ekki í beinu eftirliti með netvörnum fjarskipafyrirtækja. mynd/Stefán Karlsson
Póst- og fjarskiptastofnun getur ekki sektað fyrirtæki fyrir brot á fjarskiptalögum en frá þessu greinir á vef RÚV.

Hlutverk stofnunarinnar er að setja reglur og veita ráðgjöf um varnir. Hún felst ekki í beinu eftirliti með netvörnum fjarskipafyrirtækja. Nú stendur til að Póst- og fjarskiptastofnun geri úttekt á meðferð persónuupplýsinga allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi eftir að upp komst að fyrirtækin geymdu sms lengur lengur en í sex mánuði eins og lög kveða á um.

Þá mun Innanríkisráðuneytið standa fyrir óháðri úttekt á netöryggi almennings, til að greina stöðu netöryggis á Íslandi auk fleiri atriða tengdum netöryggismálum. Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki heimild til að sekta fyrirtæki þrátt fyrir að þau hafi gerst sek um brot á fjarskiptalögum en gæði lagarammans er eitt þeirra atriða sem Innanríkisráðuneytið mun koma til með að skoða en niðustöður úttektarinnar eru væntanlegar í janúar.

Fjölmargar kvartanir hafa borist Póst- og fjarskiptastofnun og lögreglu auk þess sem margir viðskiptavinir Vodafone hafa stefnt símafyrirtækinu en engin lögreglurannsókn fer fram á þætti Vodafone í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×