Innlent

Kláruðu aðra umræðu fjárlaga í gærkvöldi

Gissur Sigurðsson skrifar
Annarri umræðu um fjárlögin lauk á Alþingi laust fyrir miðnætti og hefst þingfundur aftur klukkan hálf ellefu. Þá verða óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra og atkvæðagreiðslur um mörg mál.

Fyrir þingfundinn á eftir kemur fjárlaganefnd saman til að ræða breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju og síðustu umræðu og stefnt er að því að ljúka þingstörfum í vikulok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×