Innlent

Töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Töluverð snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga að mati Veðurstofunnar og nokkur hætta á Austfjörðum.

Gert er ráð fyrir mikilli ofankomu á norðanverðum Vestfjörðum í dag með tilheyrandi snjósöfnun. Hið sama á við um Tröllaskagann og varar Veðurstofan fólk við að vera á ferð í fjallendi á þessum slóðum, sérstaklega hlémegin við norðvestan hvassviðrið, sem spáð er í dag.

Nokkur flóð hafa fallið á þessum slóðum að undanförnu, en öll utan þéttbýlis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×