Innlent

Þingmenn fá enga jólagjöf

Boði Logason skrifar
Það er ljóst að þingmennirnir okkar verða að treysta á gjafi frá sínum nánustu - því þeir fá engan pakka frá vinnustað sínum.
Það er ljóst að þingmennirnir okkar verða að treysta á gjafi frá sínum nánustu - því þeir fá engan pakka frá vinnustað sínum. mynd/365
Þingmenn fá enga jólagjöf frá Alþingi og ekki heldur neina desemberuppbót.

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi aldrei tíðkast að þingmenn fái jólagjöf frá vinnustað sínum, og að í ár verði engin breyting á því. Þá fá þeir heldur engan jólabónus, eða desemberuppbót, eins og flestir launþegar fá í byrjun jólamánaðarins.

Mikil umræða hefur verið í þinginu síðustu daga um desemberuppbót til atvinnuleitenda. Á þriðjudagskvöld náðist síðan samkomulag í málinu þannig að atvinnulausir munu fá uppbótina í þetta skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×